ARTPRO Hausbordi 2017 06 72 9

Sæstúlkan - Þýðing Guðbergur Bergsson

Netfang
Sæstúlkan er barnabók eftir portúgölsku skáldkonuna Sophia Breyner Andresen í þýðingu Guðbergs Bergssonar.
Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn í verði bókarinnar.

Verð:
Söluverð: 1990 kr
Framleiðandi: ARTPRO Prentþjónusta
Lýsing

Sæstúlkaneftir portúgölsku skáldkonuna Sophia de Mello Breyner Andresen er fagurt ævintýri um dreng í húsi við hafið og stúlkusem býr í sjónum með vinum sínum, kolkrabba, krabba og fiski. Það hefjast gagnkvæm kynni, drengurinn segir stúlkunni frá jörðinni og hún honum frá sjónum. Vináttanleiðir til þess að hvorugt getur án hins verið. Sæstúlkan sendirdrengnum með fugli töfralyf semhann drekkur og hverfur til hennar í ævintýrahöll djúpsins.

Saestulkan Kapa IS 04 02

 

Sophia de Mello Breyner Andresen (1919-2004) kvaðst  vera komin langt aftur í ættiraf dönskum sæfara. Hún fæddist í borginni Oporto en lærði sígild fræði, grísk og rómversk í Lissabon. Í ljóðagerð sinnilifði hún í veröld goðsagna en í barnabókunum kaus hún heim ævintýranna. Um tíma veitti hún portúgalska rithöfundasambandinuforystu og barðist gegn einræði Salazars og sagði: „Ég gegndi herþjónustu í andspyrnu á menningar­sviðinu en ekki í stjórnmálum.“ Eftirbyltinguna 1974 tók hún samt virkan þátt í þeim og varkosin á þing fyrir Sósíalistaflokk Portúgals.

Sæstúlkan
Titill á frummáli: A menina do mar
© Sophia de Mello Breyner Andresen  1958
Íslensk þýðing © Guðbergur Bergsson 2015 
Síðufjöldi: 32 bls.

Þýðingbókarinnar er styrkt af:
Miðstöð íslenskra bókmenta 

Hönnunkápu: ARTPRO
Myndskreytingar: Þórdís Steinþórsdóttir og Eydís Steinþórsdóttir
Umbrot: ARTPRO
Prentun: ARTPRO Prentþjónusta
Útgefandi: Fífill / ARTPRO ehf.
1. útgáfa 2015
ISBN 978-9979-72-805-4
www.fífill.is      
Fífill útgáfa er útgáfufélag í eigu fyrirtækisins ARTPRO ehf. sem er í eigu Guðna Þorbjörnssonar og Guðbergs Bergssonar.

Saestulkan Kapa IS 04 03

Fifill Saestulkan Kynning 72 1

Units in box: 1